Fréttir | 12. nóvember 2021 - kl. 08:25
Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga 50 ára

Nemendur og starfsfólk Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga blæs til veislu á starfsstöðvum skólans í næstu viku. Tilefnið er að um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því að skólinn tók til starfa. Fyrri veislan verður á Blönduósi þriðjudaginn 16. nóvember klukkan 15-18 og seinni veislan á Skagaströnd daginn eftir, á sama tíma. Boðið verður upp á afmælisköku og létt tónlistaratriði báða dagana klukkan 15, 16 og 17.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga