MN tók við viðurkenningu vegna tilnefningarinnar á Bessastöðum. Mynd: Aðsend
MN tók við viðurkenningu vegna tilnefningarinnar á Bessastöðum. Mynd: Aðsend
Fréttir | 13. nóvember 2021 - kl. 14:01
Norðurstrandarleið hlýtur nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar

Markaðsstofa Norðurlands var tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í fyrradag. Tilnefninguna hlaut MN vegna Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way, sem opnaði við hátíðlega athöfn árið 2019 og hefur orðið að stórum segli í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Katrín Harðardóttir, verkefnastjóri Norðurstrandarleiðar og Halldór Óli Kjartansson, verkefnastjóri hjá MN, tóku við viðurkenningu vegna tilnefningarinnar á Bessastöðum.

„Það gleður okkur mikið að fá slíka tilnefningu og sýnir þann kraft sem einkennir norðlenska ferðaþjónustu. Verkefnið er sprottið úr nýsköpun ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og sýnir vel þann sameiginlega slagkraft sem í henni býr. Því var það okkur mikill heiður að taka við viðurkenningunni fyrir hönd okkar samstarfsfyrirtækja,“ sagði Arnheiður.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga