Fréttir | 15. nóvember 2021 - kl. 18:29
Viðburðir á bókasafni Skagastrandar til jóla

Mikið verður um að vera á bókasafni Skagastrandar næstu vikurnar. Boðið verður upp á upplestur og bókakynningar fyrir alla aldurshópa. Föstudaginn 19. nóvember klukkan 14 les Friðvin Berndsen úr ljóðabók sinni Ætli Adólf hafi grátið Evu sína. Mánudaginn 6. desember klukkan 16:15 les Dagný Marín jólasögur að eigin vali fyrir alla aldurshópa.

Mánudaginn 13. desember klukkan 16:15 ætlar Steinunn Kristín (Dídí) að fræða leikskólabörnin um jólasveinana okkar 13 og mánudaginn 20. desember klukkan 16 les Ástrós Elís upp úr bók sinni Jól undir Spákonufelli. Fyrir 8 ára og eldri.

Boðið verður upp á kaffi, kakó, djús og piparkökur á alla viðburði bókasafnsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga