Fréttir | 16. nóvember 2021 - kl. 11:10
Metfjöldi kórónuveirusmita

Metfjöldi kórónuveirusmita greindist í gær eða 215, þar af 206 innanlands, að því er fram kemur á vefnum covid.is. Aldrei hafa fleiri greinst með smit á einum degi frá upphafi faraldursins. Tekin voru 4.422 sýni, þar af 2.124 einkennasýni. Nú eru 1.773 í einangrun vegna COVID-19 og 2.636 í sóttkví. Á Norðurlandi vestra eru 20 í einangrun og 8 í sóttkví.

Kórónuveirusmit eru í öllum landshlutum en flest eru þau á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum í einangrun á Norðurlandi vestra hefur fjölgað síðustu daga en 11. nóvember voru þeir 16. Einstaklingum í sóttkví hefur aftur á móti fækkað mikið, voru 11. nóvember 22 en eru nú 8 eins og áður sagði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga