Fréttir | 17. nóvember 2021 - kl. 16:37
Minnisblað um breytingar á lögum um póstþjónustu

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur tekið saman minnisblað um aðdraganda, áhrif og vinnulag við breytingu á lögum um póstþjónustu sem leiddi til breytinga á gjaldskrá Íslandspósta. Meðal breytinga er mismunandi gjald milli fjögurra svæða í stað eins gjalds um land allt og varð það til þess að pakkasendingar eru nú umtalsvert dýrari á landsbyggðinni. Hækkunin kemur mjög illa við íbúa og fyrirtæki í hinum dreifðari byggðum.

Minnisblaðið er hægt að lesa hér.

SSNV bendir einnig á ákvörðun Byggðastofnunar, sem sér um eftirlit með póstþjónustu. Þar er áréttað að allir notendur póstþjónustu eiga rétt á alþjónustu sem uppfyllir gæðakröfur og er á viðráðanlegu verði. Telur stofnunin að Íslandspóstur þurfi að skýra nánar ákveðin atriði sem lúta að svæðaskiptingu í gjaldskrá fyrirtækisins og hefur óskað eftir skýringum.

Ákvörðun Byggðastofnunar má lesa hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga