Hugrún Sif skólastjóri og Halldór Gunnar, oddviti Skagastrandar. Mynd: skagastrond.is
Hugrún Sif skólastjóri og Halldór Gunnar, oddviti Skagastrandar. Mynd: skagastrond.is
Afmæliskaka. Mynd: FB/Hugrun Sif
Afmæliskaka. Mynd: FB/Hugrun Sif
Fréttir | 18. nóvember 2021 - kl. 10:38
Gæfa að eiga góðan tónlistarskóla

Á þriðjudaginn og miðvikudaginn var blásið til veislu á starfsstöðvum Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga, á Blönduósi og Skagaströnd, í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Gestir gæddu sér á afmæliskökum og hlýddu á flutning nemenda skólans á hinum ýmsu tónverkum. Sveitarfélagið Skagaströnd færði skólanum blómvönd í tilefni dagsins og 100 þúsund króna gjöf til búnaðarkaupa.

„Það er gæfa að eiga jafn góðan tónlistarskóla og við Austur-Húnvetningar getum státað okkur af og er Sveitarfélagið Skagaströnd stolt af því góða starfi sem þar er unnið,“ segir á vef Skagastrandar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga