Apríl í Hvammshlíðardagatalinu 2022. Mynd: FB/Karólína
Apríl í Hvammshlíðardagatalinu 2022. Mynd: FB/Karólína
Fréttir | 18. nóvember 2021 - kl. 16:32
Nýtt Hvammshlíðardagatal komið út

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð í Skagabyggð hefur gefið út dagatal fyrir 2022. Þetta er fjórða dagatalaútgáfa Karólínu og að þessu sinni leggur hún áherslu á gamlar myndir, sauðfjárliti og ull. Hún vakti athygli árið 2018 þegar hún hóf sölu á dagatölum til að fjármagna kaup á dráttarvél fyrir búskapinn. Dagatalið fæst m.a. í Líflandi á Blönduósi og í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og kostar 3.900 krónur.

Á facebooksíðu Karólínu kemur fram að í uppáhaldi hjá henni í nýja dagatalinu séu tvær teikningar eftir bandarískan ferðamann frá 1874, „þær gefa líflegt innsýn í hversdagslífið fyrir 150 árum,“ segir hún. Nútímaábúendur Hvammshlíðar koma einnig fram í dagatalinu og svo er boðið upp á fróðleik um sauðfjárliti, ull og ýmislegt annað. Dagatalið kostar 3.900 krónur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga