Tilkynningar | 25. nóvember 2021 - kl. 14:11
Aðventuhátíð í Blönduóskirkju
Frá sóknarpresti

Aðventuhátíð í Blönduóskirkju verður fyrsta sunnudag í aðventu 28. nóvember klukkan 17:00. Kristmundur Valberg flytur hugleiðingu. Fermingarbörn flytja helgileik og söngatriði. Kórfólk úr Þingeyraprestakalli syngur undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner. Óliver Pálmi Ingvarsson leikur á trompet og Benedikt Blöndal á hljómborð.

Við syngjum inn aðventuna. 

Kirkjunni er skipt í þrjú sóttvarnarhólf - grímuskylda.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga