Mynd: skagastrond.is
Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 02. desember 2021 - kl. 11:43
Jólaljósin tendruð á Skagaströnd

Ljósin á jólatrénu á Hnappstaðatúni á Skagaströnd voru tendruð í morgun en vegna aðstæðna í samfélaginu var ákveðið að hverfa frá hefðbundinni dagskrá til þess að gæta varkárni, að því er segir á vef Skagastrandar. Fulltrúi 1. bekkjar í Höfðaskóla kveikti á ljósunum í þetta skiptið og mætti 1.-4. bekkur skólans á Hnappstaðatún í tilefni dagsins, söng jólalög og dansaði í kringum tréð.

„Við getum vonandi átt góða samverustund við tendrun trésins að ári. Sveitarfélagið þakkar nemendum Höfðaskóla fyrir veitta aðstoð,“ segir á vef Skagastrandar og að í óspurðum fréttum hafi sveitarfélagið fengið fregnir af því að það styttist í komu jólasveina til Skagastrandar. Bæjarbúar verði upplýstir um það síðar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga