Mynd: Skjáskot af forsíðu skýrslu um breytingatillöguna
Mynd: Skjáskot af forsíðu skýrslu um breytingatillöguna
Fréttir | 09. desember 2021 - kl. 11:17
Breyta á deiliskipulagi við Hólanes

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir á vef sínum tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Hólanes. Breytingin fjallar um áform vegna uppbyggingar sjóbaða við Hólanes ásamt breytingum á lóðamörkum fyrir Fjörubraut 6 og 8. Skilgreind er aðkoma og bílastæði fyrir sjóböð og breytingar á stígakerfi. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 21. janúar 2022.

Lóðin sem breytingin nær til er staðsett á Hólanesi og skráð við Fjörubraut 6. Ný lóðarmörk munu ná að ströndinni þar sem fallegar klappir ganga í sjó fram. Hæðarmismunur er um 6 metrar frá meginhæð lóðar og að fjöruborði. Innan breytingarsvæðisins er einnig að finna fjöru við Bunuvík. 

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnabraut 1-3, frá og með fimmtudeginum 9. desember 2021 til 21. janúar 2022 og er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagastrond.is. Opið hús verður um tillöguna 13. desember nk. frá kl.10:00-12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 21. janúar 2022.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar að Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Tillögu að breytingu á deiliskipulagi má nálgast hér.

Uppdrátt má nálgast hér. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga