Fréttir | 15. desember 2021 - kl. 14:48
Fjárhagsáætlun Skagastandar 2022 samþykkt
Rekstrarniðurstaðan neikvæð

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagastrandar fyrir árið 2022 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi í dag. Í henni kemur fram að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins er áætluð neikvæð um 54 milljónir króna. Áætlað er að heildartekjur verði 725 milljónir, rekstrargjöld 722 milljónir, afskriftir 47 milljónir fjármagnsgjöld 10 milljónir.

Fjárfestingar eru áætlaðar 265 milljónir m.a. vegna fráveituframkvæmda og hafnarframkvæmda. Gert er ráð fyrir 124 milljón króna lántöku á árinu 2022 vegna framkvæmdanna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga