Fréttir | 16. desember 2021 - kl. 07:51
Rúta lenti utan vegar á Holtavörðuheiði

Björgunarsveitarmenn úr Húnum voru kallaðir út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi til að sækja farþega rútu sem lenti utan vegar á Holtavörðuheiði. Fólkið var flutti í Staðarskála sem var haldið opnum lengur en venjulega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. Hálka var á heiðinni en engin slys urðu á fólki.

Um miðnætti sótti bíll fólkið í Staðarskála og flutti áfram suður til Reykjavíkur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga