Best skreytta hurðin. Mynd: Skjáskot af ruv.is.
Best skreytta hurðin. Mynd: Skjáskot af ruv.is.
Fréttir | 19. desember 2021 - kl. 09:11
Keppni um best skreyttu hurðina í skólanum

Nýlega var sagt frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins að hurðirnar á kennslustofunum í Grunnskólanum á Hvammstanga taki á sig alveg nýja mynd á aðventunni. Ástæðan er að einn dag á aðventunni leggja nemendur og kennarar í skólanum frá sér námsbækurnar og skreyta skólann hátt og lágt. Í fyrravetur hljóp keppnisandi í mannskapinn og þá var ákveðið að halda jólaskreytingakeppni milli bekkja. Keppnin fólst í því að skreyta hurðirnar á kennslustofunum. Áttundi bekkur sigraði í fyrra og líka núna.

Þetta er nú orðinn árviss viðburður á aðventunni og óhætt að segja að mikill metnaður sé lagður í skreytingarnar. „Já, það var mikill metnaður í fyrra og hann er bara enn meiri núna. Það var mikill spenningur þegar við skólastjórnendur fórum í morgun og tilkynntum úrslitin,“ sagði Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra í samtali við Ríkissjónvarpið.

Sjá nánari umfjöllun á vef Ríkisútvarpsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga