Fréttir | 19. desember 2021 - kl. 09:46
78 umsóknir fá 77 milljónir í styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Úthlutunarnefndir og fagráð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra hafa ákveðið úthlutun styrkja úr sjóðnum. Alls bárust 115 umsóknir þar sem sótt var um samtals 198 milljónir króna en til úthlutunar voru rúmar 77 milljónir. Samþykkt var að 12 umsóknir fái stofn- og rekstrarstyrki alls að fjárhæð 17 milljónir og að 42 umsóknir fái verkefnastyrki alls að fjárhæð 19,8 milljónir. Þá var samþykkt að 24 umsóknir fái styrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar alls að fjárhæð 40,3 milljónir.

Svör hafa nú verið send umsækjendum og er áætlað að úthlutunarhátíð verði í Austur-Húnavatnssýslu fimmtudaginn 20. janúar á næsta ári klukkan 17, að því gefnu að samkomutakmarkanir leyfi slíkt.

Tengd frétt:

Óskað eftir 198 milljónum úr Uppbyggingarsjóði

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga