Reynir Finndal Grétarsson
Reynir Finndal Grétarsson
Fréttir | 19. desember 2021 - kl. 10:18
Ný kortabók frá Reyni Finndal

Blönduósingurinn Reynir Finndal Grétarsson hefur sent frá sér bókina Kortlagning heimsins – frá Grikkjum til Google Maps. Hún er afrakstur brennandi áhuga höfundar á landakortum, einkum frá fyrri öldum þegar listfengið og fegurðin réðu för en ekki upplýsingagildið. Bókin er rökrétt framhald bókarinnar Kortlagning Íslands, sem kom út fyrir fjórum árum.

Hvers vegna lítur kort af heiminum út eins og það gerir? Hví er norður upp og Ameríka vinstra megin? Af hverju er Evrópa stærri á korti en á hnettinum? Kortlagning heimsins eftir Reyni svarar öllum þessum spurningum, en bókin geymir fjölmörg kort og fágætar sögur sem endurspegla þau kort sem maðurinn hefur skapað allt frá Grikkjum til Google Maps.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga