Blönduós. Mynd: Róbert Daníel Jónsson
Blönduós. Mynd: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 21. desember 2021 - kl. 10:45
Vetrarsólstöður í dag

Hann er ekki langur dagurinn í dag, rúmar þrjá klukkustundir milli sólriss og sólarlags í Húnavatnssýslum. Í dag eru vetrarsólstöður og á morgun fer daginn að lengja á ný. Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur og vetrarsólstöður 20.-23. desember, þegar hann er stystur.

Samkvæmt sólargangstöflu Veðurstofu Íslands rís sól á Blönduósi klukkan 11:46 í dag og sólarlag er klukkan 14:52. Á Hvammstanga er sólris klukkan 11:42 en sólarlag er 15:01. Í Reykjavík er sólris klukkan 11:22 en sólarlag er 15:31.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga