Fréttir | 21. desember 2021 - kl. 21:52
Móttaka jólapósts á Blönduósi í samvinnu við jólasveinana
Knattspyrnudeild Hvatar og jólasveinarnir koma pósti og bögglum til skila

Knattspyrnudeild Hvatar tekur á móti jólapósti f.h. jólasveinanna á skrifstofu Hvatar (baka til að Húnabraut 4), þann 22.desember frá kl. 17:00-20:00.

Sú skemmtilega hefð hefur verið í mörg ár hjá knattspyrnudeild Hvatar að bjóða upp á þessa skemmtilegu þjónustu við íbúa Blönduósbæjar.

Þú kemur með pakka fyrir hönd jólasveinanna, merkir hann vel þeim sem á að fá hann. Einnig geturu sent jólakort til ættingja og vina með jólasveinunum sem dreifa pökkunum til barnanna á aðfangadag og koma jólakortum til þeirra sem þau eru stíluð á.

Verð fyrir pakka er 1.000 krónur

Verð fyrir kort er 200 krónur

Hvetjum fólk til að nýta hefðina, gleðja börnin, vini og ættingja með heimsóknum frá jólasveinunum á aðfangadag.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga