Heiðarbraut 12 á Blönduósi
Heiðarbraut 12 á Blönduósi
Fréttir | 27. desember 2021 - kl. 07:18
Heiðarbraut 12 er Jólahús ársins 2021 á Blönduósi
Valið af lesendum Húnahornsins

Lesendur Húnahornsins hafa valið Heiðarbraut 12 sem Jólahús ársins 2021 á Blönduósi. Húsið er ríkulega skreytt jólaljósum sem fangar hinn sanna jólaanda og sannarlega vel að viðurkenningunni komið. Eigendur hússins eru Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannsson. Þetta er í annað sinn sem hús við Heiðarbraut fær viðurkenningu í jólaleiknum og var það árið 2014.

Þau hús sem tilnefnd voru oftast, fyrir utan Heiðarbraut 12, voru Urðarbraut 15, sem vann leikinn í fyrra, Brekkubyggð 17, Hlíðarbraut 17 og Blöndubyggða 6b. Þegar allar tilnefningar voru taldar hlaut Heiðarbraut 12 þær flestar og eru hér nokkur dæmi um umsagnir sem húsið fékk:

„Fallegar skreytingar og þarna svífur jólaandinn yfir vötnum“
„Skemmtilega skreytt, ríkulegt af fallegum jólaljósum“
„Fullt af fjölbreyttum jólaljósum sem gaman er að horfa á og skoða“
„Mjög jólalegt hús“
„Virkilega vel skreytt hús“

Þetta var í 20. sinn sem lesendur Húnahornsins velja Jólahús ársins á Blönduósi. Þau hús sem hlotið hafa viðurkenningu eru:

2021: Heiðarbraut 12
2020: Urðarbraut 15
2019: Brekkubyggð 21
2018: Hólabraut 11
2017: Skúlabraut 22
2016: Aðalgata 10 (Tilraun)
2015: Skúlabraut 1
2014: Hlíðarbraut 1
2013: Heiðarbraut 1
2012: Mýrarbraut 33
2011: Melabraut 19
2010: Mýrarbraut 35
2009: Hlíðarbraut 4
2008: Hlíðarbraut 8
2007: Ekkert val
2006: Sunnubraut 3
2005: Hlíðarbraut 8
2004: Hlíðarbraut 13
2003: Garðabyggð 1
2002: Hlíðarbraut 13
2001: Brekkubyggð 17

Húnahornið óskar íbúum Heiðarbrautar 12 innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga