Mynd: skagastrond.is
Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 26. desember 2021 - kl. 14:02
Íbúafundur um endurskoðun aðalskipulags

Sveitarstjórn Skagastrandar boðar til íbúafundar um endurskoðun Aðalskipulags Skagastrandar 2019-2035. Í auglýsingu á vef Skagastrandar kemur fram að síðustu mánuði hefur verið unnið að heildarendurskoðun Aðalskipulags Skagastrandar en megin ástæður endurskoðunarinna eru að skipulagstímabili núverandi aðalskipulags er lokið, ný ákvæði skipulaglaga og reglugerða hafa tekið gildi sem og landsskipulagsstefna hefur verið staðfest.

Fundurinn fer fram fimmtudaginn 13. janúar og hefst kl. 19:30.

Dagskrá fundarins:

  • Sveitarstjóri opnar fundinn.
  • Kynning á skipulagstillögunni, helstu breytingum frá gildandi aðalskipulagi
  • Fyrirspurnir og umræður – sveitarstjóri stýrir umræðum.

Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og samkomutakmarkana fer fundurinn fram með eftirfarandi hætti:

  1. Fundurinn er rafrænn og fer fram í gegnum fjarfundakerfið Zoom, þeir sem vilja taka þátt í fundinum þurfa að skrá sig með því að senda tölvupóst á skagastrond@skagastrond.is og fá sendann tengill til að tengjast inn á fundinn.
  2. Fundinum verður einnig streymt í beinni útsendingu í gegnum Facebook síðu Skagastrandar. Fundurinn verður einnig tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg á netinu eftir fundinn.

Sveitarstjórn Skagastrandar hvetur alla íbúa, hagsmunaaðila og alla þá sem hafa spurningar eða eru með ábendingar varðandi skipulagstillöguna að mæta til fundarins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga