Fréttir | 26. desember 2021 - kl. 13:19
Úthlutar 1,5 milljón í viðbótarframlag vegna þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra samþykkti fyrir jól tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 10. desember síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2021 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 400 milljónum króna. Sveitarfélagið Skagafjörður fær rúma eina og hálfa milljón í málefnið fyrir Norðurland vestra.

Útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu þjónustusvæða á árinu 2020 en starfshópur um greiningu á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk, skipaður af félags- og barnamálaráðherra í apríl 2021, hefur lagt mikla vinnu í að afla og samræma þau gögn. Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.

Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af því að sveitarfélögin í Húnavatnssýslum hafa miklar áhyggjur af auknum kostnaði við málaflokkinn og að líklega þurfi sveitarfélögin á Norðurlandi vestra að leggja fram talsvert á þriðja hundrað milljónir vegna halla málaflokksins á þessu ári.

Tengdar fréttir:

Verulegt fjármagn vantar vegna málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra

Stefnir í mikinn halla á rekstri málefna fatlaðra

Þungar áhyggjur af þróun kostnaðar

Geta ekki tekið þátt í verkefni um málefni fatlaðra að óbreyttu

Hallarekstur á verkefni um málefni fatlaðs fólks verulegt áhyggjuefni

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga