Fréttir | 27. desember 2021 - kl. 12:05
Sextán í einangrun vegna COVID-19 á Norðurlandi vestra

Kórónuveirufaraldurinn geysar hér á landi sem aldrei fyrr en í gær greindust 664 smit innanlands, þar af voru 255 í sóttkví við greiningu. Um metfjölda smita er að ræða hér á landi. Samkvæmt covid.is eru nú 16 í einangrun á Norðurlandi vestra og 29 í sóttkví.

Í gær voru 3.505 sýni tekin, þar af 2.244 einkennasýni. Alls voru rúmlega 26% einkennasýna jákvæða en það er hæsta hlutfall jákvæðra einkannasýna síðan í júlí á síðasta ári. Alls eru nú 4.174 í einangrun á landinu vegna kórónuveirunnar og 6.187 í sóttkví. Fjórtán eru á sjúkrahúsi, þar af fimm á gjörgæslu.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga