Fréttir | 28. desember 2021 - kl. 12:32
Flugeldamarkaður Blöndu opnar í dag

Flugeldamarkaður Björgunarfélagsins Blöndu opnar í dag klukkan 16 en hann er til húsa á Hafnarbraut 6 á Blönduósi. Fólk er beðið um að gæta vel að smitvörnum og grímuskylda er á sölustaðnum.

Í tilkynningu frá Blöndu segir að félagið standi nú í sinni stærstu fjárfestingu frá stofnun. Í vor hafi verið skrifað undir kaup á nýju húsnæði fyrir starfsemina og fljótlega á nýju ári fæst það afhent. „Verður þetta mikil bylting fyrir aðstöðu á búnaði, tækjum og allra síst félaga. Við bíðum spennt eftir því að geta sýnt ykkur húsnæðið þegar það verður klárt. Styrkur ykkar er því ómetanlegur í áframhaldandi uppbyggingu á starfinu,“ segir í tilkynningunni.

Opnunartími er sem hér segir:

Þriðjudagur 28. desember klukkan 16-20
Miðvikudagur 29. desember klukkan 16-22
Fimmtudagur 30. desember klukkan 14-22
Gamlársdagur 31. desember klukkan 10-14

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga