Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 28. desember 2021 - kl. 09:36
Gul veðurviðvörun í dag

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Ströndum og Norðurlandi vestra í dag. Spáð er norðaustan 10-18 m/s og snjókomu. Snjóað hefur og mun snjóa í köldu lofti með léttum snjó sem fer auðveldlega af stað og takmarkar skyggni mikið. Skafrenningur og versnandi akstursskilyrði.

Verst verður veðrið vestantil og á Ströndum. Ferðafólki er bent á að fara varlega og fylgjast með veður og snjóflóðaspám.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga