Fréttir | 29. desember 2021 - kl. 14:01
Flugeldasala Strandar og Fram

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Strandar og Ungmennafélagsins Fram á Skagaströnd opnaði í gær en hún er á Oddagötu 4, í húsnæði Rauðakrossins. Engin blysför og brenna verður í ár vegna gildandi samkomutakmarkana. Flugeldasýningin verður með öðru sniði vegna sömu ástæðna en hún hefst klukkan 21:30 á gamlárskvöld.

Skotið verður upp á Skagastrandarhöfn og er mælst til að fólk fylgist með sýningunni án hópamyndanna úr/hjá bifreiðum sínum (t.d. frá Víkinni eða á Hólanesi og við Kaffi Bjarmanes) eða híbýlum sínum þar sem útsýni leyfir.

Opnunartímar flugeldasölunnar verða sem hér segir:

Miðvikudaginn 29. desember klukkan 16-22
Fimmtudaginn 30. desember klukkan 16-22
Föstudaginn 31. desember klukkan 11-15

Áhugasömum er sérstaklega á að græðlingarnir sem seldir eru verða gróðursettir á Skagaströnd.

Börn yngri en 12 ára fá ekki afgreiðslu nema í fylgd með fullorðnum og unglingar yngri en 16 ára fá ekki afgreidda skotelda.

Fólk er hvatt til að koma tímanlega og huga að sóttvörnum og muna grímuskyldu og 2 metra reglu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga