Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 31. desember 2021 - kl. 10:22
Gul veðurviðvörun á nýársdag

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra á morgun, nýársdag. Gular viðvaranir verða í öllum landshlutum á morgun en á Suðurlandi verður viðvörunin appelsínugul. Víða er spáð norðaustan stormi eða roki með snjókomu eða éljum. Á Norðurlandi vestra er spáð norðaustan 18-23 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Búast má við éljum og skafrenningi með lélegu skyggni og mjög slæmu ferðaveðri.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga