Fréttir | 01. janúar 2022 - kl. 22:38
Acai spilar áfram með Kormáki/Hvöt

Acai Nauset Elvira Rodriguez, einn allra mikilvægasti leikmaður Kormáks/Hvatar á síðustu leiktíð, hefur gert samkomulag um að spila áfram með liðinu næsta sumar. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref í áttina að því að tryggja að mikilvægustu pústlin taki sér stöðu og geri sig klár í þeirri spennandi baráttu sem er framundan í 3. deild,“ segir í tilkynningu frá meistaraflokki Kormálks/Hvatar.

Í tilkynningunni kemur fram að Acai hafi spilað 16 leiki með liðinu í sumar sem miðvörður. „Hann les leikinn gríðarlega vel og kom ótal sinnum til bjargar á síðustu stundu. Utan vallar er Acai hvers manns hugljúfi og hlakkar mikið til að koma aftur heim á Blönduós.“

Í vetur hefur Acai spilað með liði Yaiza í heimabyggð sinni, Kanaríeyjum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga