Aco Pandurevic
Aco Pandurevic
Fréttir | 04. janúar 2022 - kl. 09:15
Aco Pandurevic ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar

Meistaraflokksráð Kormáks/Hvatar hefur ráðið Aco Pandurevic sem aðalþjálfara fyrir sumarið 2022. Í tilkynningu frá meistaraflokksráðinu segir að Aco búi yfir leikmannareynslu úr heimalandi sínu Serbíu auk þess að hafa spilað í Slóvakíu, Færeyjum og síðastliðin 10 ár með Ægi frá Þorlákshöfn.

Í tilkynningunni segir:

„Aco hefur verið í þjálfarateymi Þorlákshafnarbúa undanfarin þrjú sumur og er handhafi UEFA-B gráðu í þjálfun, auk þess að hafa komið að þjálfun erlendis. Hann mun verða búsettur á Blönduósi og flytur þangað búferlum um leið og frost fer að liðast úr jörðu á útmánuðum.

Stjórnin gerir miklar væntingar til Aco og horfir mjög björtum augum til baráttunnar í 3. deildinni í sumar. Aco hefur þegar tekið til starfa, en fyrsta verkefnið verður að móta sterkan kjarna leikmanna norðan heiða og undirbúningur fyrir gríðarlega snúinn riðil í Lengubikarnum.“

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga