Árni Björn Björnsson. Mynd: feykir.is
Árni Björn Björnsson. Mynd: feykir.is
Fréttir | 04. janúar 2022 - kl. 09:27
Árni Björn er maður ársins á Norðurlandi vestra að mati lesenda Feykis

Árni Björn Björnsson á Sauðárkróki er maður ársins 2021 á Norðurlandi vestra að mati lesenda Feykis og vefsins feykir.is. Árni Björn er eigandi veitingastaðarins Hard Wok Cafe á Aðalgötunni á Sauðárkróki, ásamt Ragnheiði Ástu Jóhannsdóttur konu sinni.

Líkt og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Blaðinu bárust sjö tilnefningar og gafst lesendum kostur á að velja milli þeirra. Þátttaka var góð og varð niðurstaðan sú að vertinn Árni Björn hlaut flest atkvæðin í kosningunni.

Sjá nánari umfjöllun á vef Feykis.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga