Mynd: AST Norðurland vestra
Mynd: AST Norðurland vestra
Fréttir | 05. janúar 2022 - kl. 11:36
Mikil fjölgun smita á Norðurlandi vestra

Kórónuveirusmitum fjölgar hratt á Norðurlandi vestra, líkt og í öðrum landshlutum. Samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra í gær voru 37 í einangrun í landshlutanum og 70 í sóttkví. Í Húnavatnssýslum voru 9 í einangrun og 25 í sóttkví og í Skagafirði voru 28 í einangrun, flestir á Sauðárkróki og 45 í sóttkví.

Á covid.is kemur fram að í gær greindust 1.074 með kórónuveiruna innanlands, 459 voru í sóttkví við greiningu eða 43%. Alls greindust 164 smit á landamærunum og samanlagt greindust því 1.238 smit í gær. Nú eru 9.125 í einangrun og 7.525 í sóttkví á landinu öllu. Þrjátíu eru á sjúkrahúsi, þar af átta á gjörgæslu.

Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða 6.894 og næstflestir á Suðurnesjum eða 579. Á Suðurlandi eru 562 í einangrun, 247 á Norðurlandi eystra, 189 á Vesturlandi, 71 á Austurlandi og 41 á Vestfjörðum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga