Mynd: hunathing.is
Mynd: hunathing.is
Fréttir | 05. janúar 2022 - kl. 13:49
Söfnun jólatrjáa í Húnaþingi vestra

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Húnaþings vestra verða á ferðinni föstudaginn 7. janúar og mánudaginn 10. janúar til að hirða upp jólatré sem lokið hafa hlutverki sínu þessi jólin hjá íbúum á Hvammstanga og Laugarbakka. Koma þarf jólatrjánum fyrir, úti við lóðamörk.

Einnig er bent á að hægt er að koma trjánum í Hirðu á almennum opnunartímum á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 14:00-17:00 eða á laugardögum frá klukkan 11:00-15:00.

Þeir íbúar sem vilja nýta sér þjónustuna þurfa að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455-2400 eða Sigurð Björn Gunnlaugsson starfsmann þjónustumiðstöðvar í síma 899-8918. Einnig er hægt senda tölvupóst á skrifstofa@hunathing.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga