Mynd: AST Norðurland vestra
Mynd: AST Norðurland vestra
Fréttir | 06. janúar 2022 - kl. 14:37
Kórónuveirutilfellum fjölgar

Skráðum kórónuveirutilfellum fer fjölgandi á Norðurlandi vestra samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á svæðinu. Nú eru 54 í einangrun í landshlutanum og 51 í sóttkví. Skráðum tilfellum hefur m.a. fjölgað í póstnúmerum 540 og 541 (Blönduós – þéttbýli og dreifbýli) og eru þau nú 12 talsins. Eitt tilfelli er skráð í póstnúmeri 545 (Skagaströnd) og fjögur í Húnaþingi vestra.  

Þannig eru 17 í einangrun í Húnavatnssýslum og 37 í Skagafirði. Þrettán eru í sóttkví í Austur-Húnavatnssýslu og fjórir í Vestur-Húnavatnssýslu. Í Skagafirði eru 34 í sóttkví.

Í gær greindust 1.063 innanlandssmit, þar af voru 464 í sóttkví eða 43%. Alls greindust 314 á landamærunum, sem er metfjöldi.

Íbúar í Austur-Húnavatnssýslu hafa hingað til sloppið nokkuð vel við veiruna skæðu en nú gæti orðið breyting á. Íbúar eru minntir á að gæta að persónulegum sóttvörnum og fara varlega.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga