Frá undirritun samningsins. Mynd: skagastrond.is
Frá undirritun samningsins. Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 07. janúar 2022 - kl. 19:52
Samningur um vatn fyrir baðlón á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK undirrituðu nýverið samning um afhendingu á vatni vegna uppbyggingar á baðlónum við Hólanes á Skagaströnd. Á vef Skagastrandar kemur fram að sveitarfélagið fagni þessum áfanga og sé fullt eftirvæntingar að halda áfram að vinna að þessari mikilvægu uppbyggingu sem glæsilegu baðlónin verða fyrir Norðurland vestra.

Á meðfylgjandi mynd, sem fengin er af vef Skagastrandar, er Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK og Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri að undirrita samninginn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga