Fréttir | 18. janúar 2022 - kl. 20:11
Dagur landsbyggðafyrirtækja
#ruralbusiness day

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er þátttakandi í samstarfsverkefninu Digi2Market sem stendur fyrir #ruralbusiness samfélagsmiðladegi á morgun, 19. janúar. Markmiðið er að vekja athygli á því frábæra fólki, þjónustu og vörum fyrirtækja í landsbyggðunum, sem eiga stóran þátt í að styðja við og byggja upp samfélögin í hinum dreifðari byggðum.

„Við viljum ná eins mörgum með og við mögulega getum á Íslandi, Írlandi, Finnlandi, um alla Evrópu og víðar til að deila efni með #landsbyggdafyrirtaeki eða #ruralbusiness. Við viljum aðstoða fyrirtæki í landsbyggðunum að vaxa, styrkja viðskiptatengsl þeirra út um Evrópu og allan heim og kynna þau á sem breiðustum alþjóðlegum vettvangi,“ segir á vef SSNV en þar má lesa nánar um þetta verkefni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga