Mynd: AST Norðurland vestra
Mynd: AST Norðurland vestra
Fréttir | 18. janúar 2022 - kl. 20:37
58 í einangrun á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórn Norðurlands vestra birti í dag nýja töflu eftir póstnúmerum yfir stöðuna á kórónuveirufaraldurinn í landshlutanum. Samkvæmt henni eru 58 í einangrun og 60 í sóttkví. Í tilkynningu segir: „Mikið hefur grisjast hjá okkur í sóttkvíum og jafnframt eru fleiri og fleiri þeirra sem að greinast með covid-19 í umdæminu, í sóttkví við greiningu sem er mjög jákvætt.“

Á vefnum covid.is kemur fram að 1.383 kórónuveirusmit hafi greinst innanlands í gær, 48% voru í sóttkví við greiningu. Þrjátíu og níu eru á spítala með Covid-19, þar af eru þrír á gjörgæslu og allir í öndunarvél.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga