Fréttir | 20. janúar 2022 - kl. 10:38
Húsnæðisstuðningur fyrir námsmenn 15-17 ára
Umsóknarfrestur framlengdur

Á vef Blönduósbæjar er athygli vakin á því að námsmenn, 15-17 ára, þurfa að sækja um húsnæðisstuðning fyrir hverja skólaönn. Umsóknir vegna húsnæðisstuðnings skulu hafa borist eigi síðar en 25. janúar á netfangið: blonduos@blonduos.is eða á skrifstofu Blönduósbæjar.

Umsókn þarf að fylgja:

Útfyllt umsóknareyðublað, sem hægt er að nálgast hér.
Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. 6 mánaða.

  • húsaleigusamningur þarf ekki að vera þinglýstur ef um er að ræða heimavist
  • þeir sem skiluðu húsaleigusamningi vegna haustannar 2021 þurfa ekki að skila honum aftur nema um breyttan húsaleigusamning sé að ræða

Staðfesting skóla um nám ungmenna (á ekki við um nemendur í FNV)

Húsnæðisstuðningur greiðist mánaðarlega fyrir mánuðinn á undan.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast inni á vef Blönduósbæjar, www.blonduos.is eða á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar www.hms.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga