Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 20. janúar 2022 - kl. 17:16
Vonskuveður framundan

Spáð er vonskuveðri á vestan- og norðanverðu landinu seint í kvöld og hefur Veðurstofan gefið út gular- og appelsínugular viðvaranir um landið á morgun og á laugardaginn. Spáð er sunnan stormi á Norður og Norðvesturlandi í nótt, en suðvestan stormi eða roki á landinu sunnan og vestanverðu annað kvöld, með rigningu eða snjókomu. Staðbundnar vindhviður geta farið yfir 40 metra á sekúndu.

Vegagerðin varar við því að frá í fyrramálið og yfir mest alla helgina verði erfitt ferðaveður, einkum á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Bálhvasst verður af suðvestan með hríð og blindu, einkum á fjallvegum.

Á Norðurlandi vestra tekur gul veðurviðvörun gildi á miðnætti og síðdegis á morgun breytist hún í appelsínugula viðvörun sem gildir til hádegis á laugardaginn. Um miðnætti er spáð sunnan og suðvestan 18-25 m/s og vindhviðum staðbundnum yfir 40 m/s. Frá hádegi á morgun er spáð suðvestan 18-23 m/s og éljagangi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður. Annað kvöld og fram að hádegi á laugardaginn er spáð suðvestan 20-28 m/s og vindhviðum yfir 40 m/s. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu og síðar éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.

Sá nánar á vef Veðurstofu Íslands og fylgist með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga