Tilkynningar | 30. apríl 2022 - kl. 22:20
Framsókn og framfarasinnar til framkvæmda
Frá B-lista Framsóknar og framfarasinna

Síðustu vikur hafa frambjóðendur Framsóknar og annarra framfarasinna ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, unnið hörðum höndum að því að tryggja öryggishlutverk flugvallarins á Blönduósi á þann hátt að hann verði lagður bundnu slitlagi sem allra fyrst.

Það er því mikið gleðiefni að sú vinna hefur nú borið árangur en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Innviðaráðherra, tilkynnti það á opnum fundi listans nú í kvöld að flugvöllurinn fengi sinn stað í næstu samgönguáætlun þannig að framkvæmdir við völlinn geti hafist sem fyrst.

Um er að ræða gífurlega mikilvæga framkvæmd sem á eftir að tryggja örugga sjúkraflutninga á svæðinu, bæði fyrir íbúa sameinaðs sveitarfélags sem og þeirra fjölmörgu ferðamanna sem eiga leið hér í gegn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga