Fréttir | 06. maí 2022 - kl. 13:47
Neikvæða rekstrarniðurstaða hjá Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd var rekið með 55,8 milljón króna tapi á síðasta ári en síðari umræða um ársreikning þess fór fram á fundi sveitarstjórnar í dag. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 706,7 milljónum árið 2021 og hækkuðu um 5,9% milli ára. Rekstrarkostnaður nam samtals 762,5 milljónum króna, þarf af voru laun 332,5 milljónir sem hækkuðu um 5,5% milli ára, annar rekstrarkostnaður 329,5 milljónir sem hækkaði um 9,6% milli ára og fjármagnskostnaður 8,2 milljónir.

Í fundargerð sveitarstjórnar er ítarlegri umfjöllun um niðurstöðu ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga