Fréttir | 09. maí 2022 - kl. 09:33
Tap í fyrsta leik

Kormákur Hvöt spilaði sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla 3. deild á föstudaginn. Liðið fór þá í heimsókn á Fjölnisvöllinn í Reykjavík og spilaði á móti Vængjum Júpíters. Liðin spiluðu bæði í 4. deildinni í fyrra og mátti því búast við hörku leik. Heimamenn komust yfir snemma leiks, eða á 12. mínútu og eftir rúmlega hálftíma leik höfðu þeir tvöfaldað forystuna. Það var svo ekki fyrr en í uppbótartíma sem Ingvi Rafn Ingvarsson lagaði aðeins stöðuna fyrir Kormák Hvöt. Lokatölur 2-1.

Næsti leikur Kormáks Hvatar er um næstu helgi og fer fram í Skessunni í Hafnarfirði og er á móti ÍH.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga