Kálfhamarsvíkurviti. Ljósm: HBE.
Kálfhamarsvíkurviti. Ljósm: HBE.
Fréttir | 10. maí 2022 - kl. 15:52
Teljarar settir upp í Hrútey og Kálfshamarsvík

Ferðamálastofa hefur sett upp teljara í Hrútey og Kálfshamarsvík og hafa þá verið settir upp þrír teljarar í Húnavatnssýslum en í október 2020 var teljari settur við Hvítserk. Samkvæmt talningu heimsóttu að meðaltali 12 ferðamenn Kálfshamarsvík í apríl og voru flestir á ferð um páskana. Meðalfjöldi heimsókna á dag í Hrútey í apríl var 18 en samkvæmt teljaranum komu 178 gestir í eyjuna á einum og sama deginum þann 29. apríl.

Meðalfjöldi heimsókna á dag til Hvítserks í apríl var 126 eða samtals 3770 heimsóknir í aprílmánuði.

Sem af er ári hafa 7998 heimsótt Hvítserk, 860 Hrútey og 418 Kálfshamarsvík.

Fylgjast má með talningu á ferðamannastöðum hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga