Tilkynningar | 15. maí 2022 - kl. 18:12
Frá Krabbameinsfélagi A-Hún.

Viltu gerast félagsmaður í Krabbameinsfélagi Austur-Húnavatnssýslu?

Af hverju ætti ég að gera það?

Hvað getur Krabbameinsfélag A-Hún. gert fyrir mig?

Flest þekkjum við einhvern sem hefur þurft að glíma við krabbamein og þar af leiðandi þurft að dvelja fjarri heimili sínu til lengri eða skemmri tíma, með tilheyrandi kostnaði.

Krabbameinsfélag A-Hún. styrkir félagsmenn sína til að mæta kostnaði við leigu á íbúðum KÍ og sjúkrahótelum vegna dvalar fjarri heimili, og styrkir líka maka (fylgdarmann) sjúklinga sem þurfa að leita lækninga erlendis.

Framundan er aðalfundur Krabbameinsfélags A-Hún. þann 18. maí á Teni kl. 18.00. Og þangað eru allir velkomnir. Hægt er að ganga í félagið á fundinum eða hafa samband við einhvern úr stjórninni, sem eru:

sveinfridur@simnet.is formaður petaj@simnet.is, kristinros75@gmail.com, viktoria0901@gmail.com, og maein@simnet.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga