Glódís Perla með hressum fótboltastelpum á Skagaströnd. Mynd: FB/Umf.Fram
Glódís Perla með hressum fótboltastelpum á Skagaströnd. Mynd: FB/Umf.Fram
Fréttir | 24. júní 2022 - kl. 09:41
Glódís gladdi fótboltastelpur á Skagaströnd

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, á rætur að rekja til Skagastrandar. Þangað kom hún í heimsókn um síðustu helgi og spjallaði við stelpur sem eru að æfa knattspyrnu hjá Ungmennafélaginu Fram. Sagði hún frá sínu fótboltalífi og hvatti stelpurnar áfram en þær fengu að sjálfsögðu að taka myndir með fyrirmynd sinni.

Sagt er frá þessu á facebooksíðu Umf. Fram og þar er Glódísi þakkað kærlega fyrir heimsóknina og spjallið.

Eins og flestir vita hefur íslenska kvennalandsliðið leik á sínu fjórða Evrópumeistaramóti í knattspyrnu þann 10. júlí næstkomandi. Glódís Perla er 26 ára gömul en hefur engu að síður spilað 101 landsleik en þann fyrsta spilaði hún þegar hún var 17 ára gömul. Hún er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga