Fréttir | 29. júní 2022 - kl. 11:01
Ný stjórn SSNV

Á aukaársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem fram fór í gær var ný stjórn kjörin til tveggja ára en hana skipa Guðmundur Haukur Jakobsson frá Húnabyggð og er hann formaður, Vignir Sveinsson frá Skagabyggð, Friðrik Már Sigurðsson frá Húnaþingi vestra, Hrund Pétursdóttur frá Skagafirði og Jóhann Ey Harðardóttir frá Skagafirði.

Í varastjórn voru kjörin Auðunn Sigurðsson frá Húnabyggð, Halldór Gunnar Ólafsson frá Skagaströnd, Magnús Magnússon frá Húnaþingi vestra, Regína Valdimarsdóttir frá Skagafirði og Álfhildur Leifsdóttir frá Skagafirði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga