Bifreið föst í aurbleytu á Grímstunguheiði. Mynd: FB/Blanda
Bifreið föst í aurbleytu á Grímstunguheiði. Mynd: FB/Blanda
Bílaflotinn sem fór í björgunarleiðangur á Grímstunguheiði. Mynd: FB/Blanda
Bílaflotinn sem fór í björgunarleiðangur á Grímstunguheiði. Mynd: FB/Blanda
Fréttir | 29. júní 2022 - kl. 13:46
Ferðamenn í hrakningum á Grímstunguheiði

Björgunarfélagið Blanda fékk í síðustu viku tvær beiðnir um að aðstoðar ferðamenn á Grímstunguheiði. Í fyrra útkallinu voru ferðamenn orðnir kaldir og hraktir um tvo kílómetra fyrir framan Grettishæð og treystu sér ekki til að fara lengra enda veður ömurlegt. Félagar úr Björgunarsveitinni Strönd fóru með kollegum sínum úr Blöndu og sóttu ferðamennina.

Í seinna útkallinu höfðu ferðamenn fest bíl sinn í aurbleytu skammt frá nýja skálanum Öndvegi. Greiðlega gekk að losa bílinn. Sagt er frá þessu á facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga