Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 30. júní 2022 - kl. 09:22
Samverustund barna og 60 ára og eldri í Húnabyggð

Á morgun, föstudaginn 1. júlí, er öllum 60 ára og eldri boðið að koma á Þverbraut 1 á Blönduósi, þar sem félagsstarf eldri borgara í Húnabyggð er til húsa, og njóta samveru með krökkum sem eru þátttakendur í Sumarfjöri. Í boði eru tvær mismunandi samverustundir fyrir og eftir hádegi.

Klukkan 9:30-11:30

Samverustund 6-9 ára barna og 60 ára og eldri. Í þessari samverustund verða spil, leiki, púsl og sögustund og skák.

Klukkan 13:30-15:30

Samverustund 10-12 ára barna og 60 ára og eldri. Í þessari samverustund verða spil, leiki, hekl og þrautir. Einnig eru 60 ára og eldri hvattir til að mæta með snjallsímana og/eða spjaldtölvurnar þar sem krakkarnir geta kennt þeim eldri það sem þau vilja læra á tækin sín.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti bæði fyrir og eftir hádegi.

Allir 60 ára og eldri eru hvattir til að mæta og hafa gaman saman með frábæru krökkum. Allir eru líka hvattir til að mæta bæði fyrir og eftir hádegi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga