Helgarveðrið. Mynd: vedur.is
Helgarveðrið. Mynd: vedur.is
Fréttir | 23. september 2022 - kl. 11:13
Gul veðurviðvörun um helgina

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir flesta landshluta vegna hvassviðris um helgina. Á Norðurlandi vestra tekur gul viðvörun gildi um klukkan 18 á morgun og er í gildi fram á sunnudagsmorgun. Spáð er suðvestan 18-25 m/s og vindhviður gætu víða farið yfir 30 m/s. Má reikna má að aðstæður verði varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.

Sjá nánar á www.vedur.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga