Frá mótinu. Mynd: FB/Markviss
Frá mótinu. Mynd: FB/Markviss
Fréttir | 28. september 2022 - kl. 10:25
Markviss vann alla titla sem í boði voru

Íslandsmót í Norrænu Trappi var haldið á skotsvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi um síðustu helgi. Keppendur komu frá þremur skotfélögum; Skotfélaginu Markviss, Skotfélagi Ólafsfjarðar og Skotdeild Keflavíkur. Mótið gekk vel fyrir sig þrátt fyrir að það hafi gustað hressilega um keppendur á köflum en vindmælir slóg í 20 m/sek þegar verst lét, að því er fram kemur á facebooksíðu Markviss.

Skotfélagið Markviss landaði öllum titlum sem í boði voru á mótinu. Fimm keppendur náðu að bæta sinn besta árangur og karlalið Markviss náði bætingu á samanlögðu skori. Þá náði unglingalið Markviss að bæta eigið Íslandsmet og einnig var Íslandsmet sett í kvennaflokki.   

Úrslit urðu þessi:

Íslandsmeistari karla: Guðmann Jónasson Markviss
Íslandsmeistari Unglinga: Elyass Kristinn Bouanba Markviss
Íslandsmeistari Kvenna : Snjólaug María Jónsdóttir Markviss (Íslandsmet í kvennaflokki)
Íslandsmeistarar í liðakeppni karla: Markviss (Guðmann-Stefán- Jón Axel.)
Íslandmeistarar í liðakeppni unglinga: Markviss á nýju íslandsmeti (Elyass-Sigurður-Haraldur Holti)

Myndir frá mótinu má sjá á facebooksíðu Markviss.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga