Sæborg. Mynd: skagastrond.is
Sæborg. Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 28. september 2022 - kl. 16:31
Sæborg á Skagaströnd fær tæpar 23 milljónir úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Þarf af fær Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd 22,7 milljónir vegna viðhalds og endurbóta á einstaklings- og sameiginlegum rýmum.

Áhersla sjóðsins var lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum. Alls bárust umsóknir um framlög til 60 verkefna og hlutu 54 þeirra styrk. Sagt er frá þessu á vef Stjórnarráðsins.

Hæstu framlögin renna til hjúkrunarheimila Sjómannadagsráðs, alls um 250 milljónir króna til 14 mismunandi verkefna. Þar af vega þyngst úrbætur á Hraunvangi í Hafnarfirði þar sem m.a. verða gerðar endurbætur á 50 baðherbergjum í einkarýmum íbúa. Einnig verður þar ráðist í innleiðingu nýjungar sem felur í sér hæðarstillanleg salerni og handlaugar og færanleg sturtusett sem auðveldar íbúum að sinna persónulegu hreinlæti og bætir vinnuaðstöðu starfsfólks.

Lista yfir úthlutanir má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga