Frá heimsókn í BioPol. Mynd: FB/SSNV
Frá heimsókn í BioPol. Mynd: FB/SSNV
Fréttir | 02. nóvember 2022 - kl. 09:30
Vinnustofa Vaxtarrýmis haldin á Skagaströnd

Norðanátt, sem er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stendur fyrir átta vikna viðskiptahraðli sem heitir Vaxtarrými og í síðustu viku var haldin vinnustofa í gamla frystihúsinu á Skagaströnd. Þar unnu teymin meðal annars að viðskiptaáætlun ásamt jafningjaráðgjöf og gagnlegum styrktaræfingum. Einnig var Vörusmiðja BioPol heimsótt þar sem framleiðendur og frumkvöðlar þróa og framleiða sína vöru. Þá nærðist hópurinn á nýja veitingastaðnum á Skagaströnd, sem er Harbour restaurant & bar.

Sagt er frá þessu á facebooksíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en þau standa að Norðanáttinni ásamt Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, EIM og RATA. Á facebooksíðu SSNV má sjá fjölda mynda af vinnustofunni á Skagaströnd.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga