Kjósa á um þessi merki
Kjósa á um þessi merki
Fréttir | 08. nóvember 2022 - kl. 21:12
Skoðanakönnun um nýtt byggðarmerki Húnabyggðar

Alls bárust 50 tillögur frá 29 hönnuðum í nýtt byggðarmerki Húnabyggðar. Ákveðið hefur verið að gefa öllum íbúum sveitarfélagsins kost á að taka þátt í að velja eitt merki af fjórum. Hægt verður að velja merki með rafrænum hætti og með því að koma á skrifstofu sveitarfélagsins á Hnjúkabyggð 33 og velja.  

Skrifstofa Húnabyggðar er opin alla virka daga klukkan 9-15. Skoðanakönnunin hefst miðvikudaginn 9. nóvember og líkur formlega að kvöldi þriðjudagsins 15. nóvember en þá verður haldinn opinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem hægt verður að velja merki. Yngri íbúar sveitarfélagsins fá einnig að velja merki og ætlar Grunnskóli Húnabyggðar að aðstoða við það.

Skoðanakönnunin er einungis fyrir þá sem eiga lögheimili í Húnabyggð og má hver og einn aðeins velja einu sinni.

Hér er hægt að sjá texta höfunda sem fylgir merkjunum.

Smelltu hér fyrir rafræna skoðanakönnum um byggðamerki Húnabyggðar.

Fréttin hefur verið uppfærð

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga